01.06.2016 14:30
Vegahreinsun
Jæja góðir félagar ! þá reynum við aftur. Það er góð veðurspá fyrir miðvikudaginn svo við blásum til hreinsunarverkefnis með þjóðveginum. Mæting við Fákasel kl. 18.00 miðvikudaginn 1. júní. Þar verður verkefnum úthlutað og síðan verður grillveisla á eftir. Menn þurfa að mæta vel skóaðir og með góða vetlinga. Sjáumst sem flest.
Hreinsunarverkefnið.
Það er rétt að taka fram að Vegagerðin mun greiða Lionsklúbbnum 3000 kr. á km í þessu hreinsunarverkefni. Gott væri að vita þátttöku til að vita hvað við eigum að kaupa mikið á grillið en það verður ekki rukkað fyrir matinn. Þetta er líka hugsað sem fjölskylduverkefni svo börn og makar eru velkomin.
Lionskveðjur
Gunnar
20.04.2016 12:32
Kúttmagakvöldið
Á boðstólum verður fiskmeti af fjölbreyttu tagi í föstu og fljótandi formi. Of langt mál yrði að telja það allt upp en eins og nafnið bendir til verður að sjálfsögðu boðið upp á fylltan kúttmaga og síðan hvern glæsiréttinn af öðrum úr ranni ægis. Veilslustjórn verður í höndum hins mikla menningarfrömuðar á Hellissandi Kára Viðarssonar.
Í happdrætti kvöldsins gefst mönnum kostur á að vinna glæsilega vinninga. Missið ekki af einstöku tækifæri.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar.
Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á föstudag í tölvpósti á kuggmagi@gmail.com eða til Gunnar Kristjánssonar í síma 8980325.
Aðgangseyrir er kr. 3000
22.10.2015 18:29
Stjórnarfundir
Næsti almenni fundur sem er annar fundur starfsársins verður haldinn í Fákaseli miðvikudaginn 28. október kl. 19.00 og er í umsjón 1. flokks
17.09.2015 17:57
Nýtt starfsár að hefjast
27.04.2015 14:05
Ótitlað
Lokafundur Lionsklúbbsins verður í Fákaseli n.k. miðvikudag 29.apríl kl. 19.00.
Grilluð lambalæri með viðeigandi meðlæti.
Inntaka nýrra félaga.
Látið vita ef þið mætið ekki.
19.04.2015 22:23
Rauða fjöðrin
Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0111-26-100230
Margt smátt gerir eitt stórt !
14.04.2015 12:37
Lukas kominn í sjúkrabílinn
Sjálvirka hjartahnoðtækið LUKAS sem Lionsklúbbur Grundarfjarðar í samstarfi við Kvenfélagið Gleym mér ey, stóðu fyrir söfnun á var afhent Slökkviliði Grundarfjarðar til notkunar í sjúkrabíl Rauða kross Íslands sem staðsettur er í Grundarfirði fyrir skömmu. Fyrir hönd Lionsklúbbsins voru mættir tveir Lionsfélagar þeir Jóhann Ragnarsson forsvarsmaður söfnunnarinar og Gunnar Kristjánsson varaformaður, frá Kvenfélaginu Gleym mér ey mættu stjórnarkonurnar og systurnar Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri veitti tækinu viðtöku og afhenti sjúkraflutningsmönnum til varðveislu í sjúkrabílnum. Tækið var prófað á dúkku sem notðuð er við kennslu í skyndihjálp og í þessu tilviki til sýnikennslu á því hvernig tækið virkaði.
Frá afhendingu hjartahnoðstækisins.
24.03.2015 12:47
Lionsfundur
24.02.2015 15:24
Kútmagakvöldið
Setjið ykkur í viðbragðsstöðu.
Það nálgast hið stórkostlega KÚTMAGAKVÖLD Lionsklúbbs Grundarfjarðar. Mikilfengleg matarveisla og stórkostleg skemmtun í Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 7. mars n.k.
Sem fyrr verða á hlaðborði Kútmagakvöldsins hinn landsfrægi kútmagi, sjávarréttasúpa, gota og lifur elduð eftir kúnstarinnar reglum, þjóðlegur plokkfiskur, ljúffengar gellur, koli og hin margrómaða hausastappa sem hefur verið á allra vörum og auðvitað óteljandi aðrir fiskréttir að hætti kokkanna.
Sjálf skemmtidagskráin verður af léttara taginu og rúsínan í pylsuendanum er HAPPDRÆTTIÐ sem slegið hefur í gegn vegna stórkostlegra vinninga.
Allur ágóði kvöldsins rennur til kaupa á Lúkasi , sjálfvirku hjartahnoðtæki fyrir sjúkrabílinn í Grundarfirði og fleiri góðra líknarmálefna.
Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð aðeins kr. 3000 -
Panta þarf miða miða fyrir föstudaginn 6. mars hjá: Móses s: 8933321- Salbjörgu s: 8966650 - Olgu Sædísi s: 8616780
23.11.2014 21:54
Lionsfundur
04.09.2014 22:06
Nýtt starfsár að hefjast !
Nú er stjórnin búin að funda og fara yfir starf klúbbsins í vetur og hafa upplýsingar um flokkaskipan, félagatal og starfsskrá verið uppfærðar á heimasíðunni.
Fyrsti fundur nýs starfsársins 2014 -2015 verður í Fákaseli miðvikudaginn 24. september kl. 19.00.
Hittumst hress.
Stjórnin