Saga Lionshreyfingarinnar

Saga Lionshreyfingarinnar

Upphafið

Alþjóðasamband Lionsklúbba var formlega stofnað í Chicago í Bandaríkjunum 7. júní 1917. Stofnandi hreyfingarinnar var kaupsýslumaðurinn Melvin Jones. Strax á fyrsta Alþjóðaþingi Lionshreyfingarinnar sem haldið var þetta sama ár í Dallas voru mættir 800 fulltrúar frá 23 Lionsklúbbum, svo að snemma hafa Alþóðaþingin verið fjölmenn.
 


Melvin Jones, stofnandi Lionshreyfingarinnar


T
ilgangur með stofnun Lionsklúbbanna var að mynda samtök, sem eru óháð stjórnmálaflokkum og trúmálafélögum, og inna af hendi ýmiss konar þjónustu á sviði líknar- og mannúðarmála um leið og þau efla félagsanda og heilbrigt félagslíf. Lionsklúbbur er því heppilegur og áhrifaríkur vettvangur fyrir sameiginleg átök manna, hvort sem er í þjóðlegu starfi eða alþjóðlegu.
 


Alþjóðaskrifstofa Lions í Oak Brook í Illinois


Sá einstaki atburður sem einna hæst ber í sögu Lionshreyfingarinnar var árið 1925 er Helen Keller ávarpaði félaga á Lionsþingi í Cedar Point, Ohio í Bandaríkjunum. Þar skoraði hún á Lionsmenn að gerast "riddara hinna blindu í krossförinni gegn myrkrinu". Lionsmenn tóku þeirri áskorun sem hefur haft ómæld áhrif á skuldbindingar og störf félaganna.

Hreyfingin óx hratt fyrstu árin og árið 1927 var fjöldi Lionsklúbba orðinn 1810 og fjöldi félaga 61.000. Þannig hefur hreyfingin vaxið og dafnað og orðið æ traustari með hverju árinu sem liðið hefur. Undanfarin ár hefur klúbbunum fjölgað svo ört, að nýr klúbbur er stofnaður á degi hverjum. Er nú svo komið að það eru starfandi Lionsklúbbar í flestum þjóðlöndum heims.

Lions á Íslandi

Það var ekki fyrr en eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar að hreyfingin festi rætur í Evrópu er fyrsti klúbburinn var stofnaður í Stokkhólmi í mars 1948. Fyrsti klúbburinn hér á landi, Lionsklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður 14. ágúst 1951. Lengst af var Lionshreyfingin aðeins fyrir karla og var það ekki fyrr en 1979 að fyrsti Lionessuklúbbur var stofnaður hér á landi. Í fyrstu var litið á Lionessuklúbbana sem verkefni frá Lionsklúbbum og var það ekki fyrr 1986 að konur gátu orðið fullgildir Lionsfélagar. Hefur það orðið til þess að flestir Lionessuklúbbar hér á landi hafa breyst í Lionsklúbba. Á síðustu árum hafa 7 Leoklúbbar verið stofnaðir, en það eru klúbbar skipaðir ungu fólki. Allir Leoklúbbar eru blandaðir klúbbar.

Íslandi er skipt í 2 Lionsumdæmi: A suður- og austurland; B vestur og norðurland. Í hvoru umdæmi eru 8 svæði og á hverju svæði eru 4-6 klúbbar. Allt landi tilheyrir síðan einu fjölumdæmi