Melvin Jones félagar
Melvin Jones félagi er æðsta viðurkennig innan Lions hreyfingarinnar. 7 félagar í Lionsklúbbi Grundarfjarðar hafa fengið þá nafnbót. Í hvert sinn sem Melvin Jones viðurkenning er veitt eru greiddir 1000 $ í Alþjóðahjálparsjóð Lions, en sá sjóður hefur úthlutað til neyðarhjálpar víða um heim. Til Íslands hafa komið úthlutanir úr sjóðnum m.a. vegna Vetmanneyjagossins og einnig vegna snjóflóðanna á Flateyri.
Það er Soffanías Cecilsson sem fyrstur Grundfirðinga tók við nafnbótinni en hann fékk þá viðurkenningu þann 3. mars 1990. Hér er mynd sem tekin var við það tilefni í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á svæðisfundi Lionshreyfingarinnar. .Á myndinni eru Árni Halldórsson þáverandi formaður Lionsklúbbs Grundarfjaðrar lengst til vinstri Soffanías, Hulda Vilmundardóttir eiginkona Soffaníasar og Daníel Þórarinsson þáverandi fjölumdæmisstjóri.
Næsti Melvin Jones félagi var Ragnar Kristjánsson sem hlaut sína viðurkenningu þann 27.mars 1993.
Næstur þar á eftir var Halldór Finnsson sem hlaut sína viðurkenningu þann 12. maí 1993 og það er Móses Geirmundsson þáverandi formaður sem afhendir Halldóri skjöldinn á lokafundi í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju.
og síðar sama ár fengu þeir félagarnir Njáll Gunnarsson og Guðmundur Runálfson þessa viðurkenningu eða þann 29. desember 1993 á jólafundi á Hótel Framnesi. Þessi mynd var tekin við það tilefni og það er Kristján Guðmundsson þáverandi formaður sem er með á myndinni.
Næstur til að hljóta hina eftirsóttur viðurkenningu var Gunnar Kristjánsson sem veitti henni viðtöku á jólafundi að Hótel Framnesi þann ____. Mynd af því tilefni er ekki enn kominn til okkar en á örugglega eftir að finnast.
Allir þeir sem að ofan eru taldir voru stofnfélagar í Lionsklúbbi Grundarfjarðar.
Næstur til að hljóta Melvin Jones útnefningu var Móses Geirmundsson. Móses veitti Melvin Jones skildinum viðtöku á jólafundi sem haldin var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þann 28. desember 2009. Hér er Móses ásamt Ragnheiði Þórarinsdóttur formanni klúbbsins 2009 - 2010.