Færslur: 2015 Apríl

27.04.2015 14:05

Ótitlað


Lokafundur Lionsklúbbsins verður í Fákaseli n.k. miðvikudag 29.apríl kl. 19.00.
Grilluð lambalæri með viðeigandi meðlæti.
Inntaka nýrra félaga.
Látið vita ef þið mætið ekki.
Matarnefndin.

19.04.2015 22:23

Rauða fjöðrin

Sala á Rauðu fjöðrinni stóð yfir hjá Lionsklúbbi Grundarfjarðar eins og annars staðar á landinu helgina 17. - 19 apríl.  Lionsfélagar stóðu vaktina í Samkaupum og buðu fólki sem þar átti leið um að leggja málefninu lið.  Þeir sem ekki komu þar við um helgina en vilja styrkja þetta þarfa málefni geta valið um nokkrar leiðir. Hægt er að hringja í söfnunarsímanúmer: 1.000 kr. 9041010/ 3000 kr 9041030/ 5000 kr. 9041050
Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0111-26-100230
 Margt smátt gerir eitt stórt !

14.04.2015 12:37

Lukas kominn í sjúkrabílinn


Sjálvirka hjartahnoðtækið LUKAS sem Lionsklúbbur Grundarfjarðar í samstarfi við Kvenfélagið Gleym mér ey, stóðu fyrir söfnun á var afhent Slökkviliði Grundarfjarðar til notkunar í sjúkrabíl Rauða kross Íslands sem staðsettur er í Grundarfirði fyrir skömmu.  Fyrir hönd Lionsklúbbsins voru mættir tveir  Lionsfélagar þeir Jóhann Ragnarsson forsvarsmaður söfnunnarinar og Gunnar Kristjánsson varaformaður, frá Kvenfélaginu Gleym mér ey mættu stjórnarkonurnar og systurnar Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur.  Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri veitti tækinu viðtöku og afhenti sjúkraflutningsmönnum til varðveislu í sjúkrabílnum.  Tækið var prófað á dúkku sem notðuð er við kennslu í skyndihjálp og í þessu tilviki til sýnikennslu á því hvernig tækið virkaði.

Við afhendinguna
Frá afhendingu hjartahnoðstækisins.
  • 1