Færslur: 2015 Febrúar
24.02.2015 15:24
Kútmagakvöldið
Setjið ykkur í viðbragðsstöðu.
Það nálgast hið stórkostlega KÚTMAGAKVÖLD Lionsklúbbs Grundarfjarðar. Mikilfengleg matarveisla og stórkostleg skemmtun í Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 7. mars n.k.
Sem fyrr verða á hlaðborði Kútmagakvöldsins hinn landsfrægi kútmagi, sjávarréttasúpa, gota og lifur elduð eftir kúnstarinnar reglum, þjóðlegur plokkfiskur, ljúffengar gellur, koli og hin margrómaða hausastappa sem hefur verið á allra vörum og auðvitað óteljandi aðrir fiskréttir að hætti kokkanna.
Sjálf skemmtidagskráin verður af léttara taginu og rúsínan í pylsuendanum er HAPPDRÆTTIÐ sem slegið hefur í gegn vegna stórkostlegra vinninga.
Allur ágóði kvöldsins rennur til kaupa á Lúkasi , sjálfvirku hjartahnoðtæki fyrir sjúkrabílinn í Grundarfirði og fleiri góðra líknarmálefna.
Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð aðeins kr. 3000 -
Panta þarf miða miða fyrir föstudaginn 6. mars hjá: Móses s: 8933321- Salbjörgu s: 8966650 - Olgu Sædísi s: 8616780
- 1