Færslur: 2011 Desember
29.12.2011 15:33
Myndir úr starfinu
Góðir félagar. Ef þið eigið myndir úr Lionsstarfinu endilega komið þeim til formanns afmælisnefndar til skönnunar eða stafrænar á USB lykli. Þið fáið þær örugglega aftur. Fyrsti tíminn er bestur.
kveðja
Gunnar
kveðja
Gunnar
Skrifað af Gunnar K.
01.12.2011 11:56
Dagatöl að gjöf
Lionsklúbbur Grundarfjarðar verður 40 ára á
starfsárinu nánar tiltekið 28. janúar 2012 en þá verða liðin 40 ár frá
stofnfundi klúbbsins. Af þessu tilefni verður ýmislegt um að vera hjá klúbbnum
tengt þessum tímamótum. Fyrsti viðburðurinn var 25. nóvember sl. en þá var öllum
börnum í leikskólanum Sólvöllum og Grunnskóla Grundarfjarðar afhent
Jóladagatal Lions að gjöf við góðar undirtektir viðtakenda og að sjálfsögðu
fylgdi tannkremstúpa með ásamt límmiða með stimpli Lionsklúbbsins.
Næsta verkefni verður síðan sjálf afmælishátíðin
sem haldin verður í sal Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 28. janúar
nk. Sjá myndir í myndaalbúmi.
Skrifað af GK
- 1