Færslur: 2010 Apríl

14.04.2010 12:13

Fermingarskeyti Lions

Fermingarskeyti

Lionsklúbbs Grundarfjarðar

Góðir íbúar !

Eins og mörg undangengin ár býður Lionsklúbbur Grundarfjarðar ykkur upp á að gleðja væntanleg fermingarbörn með því að senda þeim fermingarskeyti Lionsklúbbsins. Sala fermingarskeyta hefur verið ein helsta fjáröflun klúbbsins í langa tíð. Íbúar sveitarfélagsins hafa tekið þessari fjáröflunarleið vel og slegið með því tvær flugur í einu höggi. Að sýna við stór tímamót í lífi æskufólksins í bænum hlýhug sinn í garð þeirra og styrkja um leið gott málefni. Það fé sem safnast í fjáröflunum Lionsklúbbsins fer óskipt inn á sérstakan líknarsjóð og er því fé síðan varið til þess að styðja við margvísleg málefni í byggðarlaginu sem að beint og óbeint koma síðan íbúunum til góða. Lionsklúbburinn hefur styrkt tækjakaup fyrir Heilsugæsluna, Grunnskólann, Tónlistarskólann , Leikskólann og Fellaskjól sem og komið að mörgum öðrum málefnum í byggðarlaginu. Lionsfélagar verða á ferðinni miðvikudaginn 21. apríl  til að safna fermingarskeytablöðunum. Einnig má koma skeytapöntunum í Hrannarbúðina.

Vinsamlega merkið X framan við nafn þess barns sem á að fá skeytið.

Gjald fyrir hvert skeyti er kr. 500.

Á skeytunum stendur:
 
Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.

Ferming  í Grundarfjarðarkirkju kl. 11.00 sunndudaginn 25. apríl 2010.

 

___               Benedikt Berg Ketilbjarnarson,         Hlíðarvegi 14.

___              Gissur Þór Hákonarson,                   Fagurhólstúni 4.

___              Guðrún Halla Friðjónsdóttir,               Grundargötu 53.

___               María Rún Eyþórsdóttir,                   Grundargötu 74.

___               Róbert Magnús Fjeldsted,                Nesvegi 5.

___               Sæþór Jóhannesson,                       Sæbóli 46.

 
Sendandi: ___________________________________________________________

 

 Þú leggur góðu málefni lið.  Þökkum stuðninginn - 
 Lionsklúbbur          Grundarfjarðar 
  • 1