Færslur: 2010 Febrúar
24.02.2010 15:39
Auglýsing frá Kúttmaganefnd
Hið árlega Kúttmagakvöld verður Laugardagskvöldið 27.02.2010
í samkomuhúsi Grundarfjarðar kl: 20:00.
4 flokkur undirbýr átveisluna miklu undir stjórn Móa.
Matarverð er 2.500 kr.
Allir að taka með sér gesti.
Vinsamlega tilkynnið annað hvort með tölvupósti eða símleiðis um fjölda gesta
fyrir kl: 12:00 föstudaginn 26.02.2010.
Netfang
Símanúmer
Anna María 869-6076
Gústi 863-6619
Kúttmaga kveðja
Mói og nefndin.
Skrifað af GK
23.02.2010 16:08
4 dagar í kúttmagakvöldið
Matarnefndin þ.e. 4. flokkur undirbýr nú átveisluna miklu á nk laugardag undir stjórn Móa en sérlegur aðstoðarkokkur verður Gústi Jóns. Kúttmagar eru fengnir og frést hefur af fiskflutningum síðustu klukkustundir upp í kæligeymslu hjá GRUN. Enginn liggur undir grun um stuld.
Skrifað af GK
19.02.2010 16:50
Nýjar myndir
Kíkið á myndir frá síðasta Kúttmagakvöldi sem búið er setja inn og rifjið upp hversu skemmtilegt var og þá var maturinn ekkert slor eða þannig.
Skrifað af GK
19.02.2010 12:57
Kúttmagakvöldið nálgast
Það líður að Kúttmagakvöldi sem verður nk. laugardag 27. febrúar. Fjáröflunarnefndin hittist í dag til að undirbúa fjárplógsstarfsemi á þessum árlega viðburði. Hvað er að frétta af öðrum undirbúningi.
Skrifað af GK
- 1