01.11.2010 15:22
Næsti fundur
Næsti fundur er áformaður í Fákaseli 24. nóvember kl 20.
Maturinn verður að þessu sinni í boði 1. flokks
Stjórnin
05.05.2010 12:28
Lokafundur Lions
Lokafundur Lionsklúbbs Grundarfjarðar þetta starfsárið verður á Hótel
Framnesi miðvikudaginn 12. maí kl. 20.00
Ný stjórn verður sett inn í embætti og fjórir félagar kvaddir.
Boðið verður upp á forrétt, aðalrétt og kaffi fyrir kr. 3.900
Vinsamlegast svarið þessum pósti til ragnth@grundarfjordur.is og látið vita
ef þið komist eða komist ekki.
Bestu kveðjur, stjórnin.
14.04.2010 12:13
Fermingarskeyti Lions
Fermingarskeyti
Lionsklúbbs Grundarfjarðar
Góðir íbúar !
Eins og mörg undangengin ár býður Lionsklúbbur Grundarfjarðar ykkur upp á að gleðja væntanleg fermingarbörn með því að senda þeim fermingarskeyti Lionsklúbbsins. Sala fermingarskeyta hefur verið ein helsta fjáröflun klúbbsins í langa tíð. Íbúar sveitarfélagsins hafa tekið þessari fjáröflunarleið vel og slegið með því tvær flugur í einu höggi. Að sýna við stór tímamót í lífi æskufólksins í bænum hlýhug sinn í garð þeirra og styrkja um leið gott málefni. Það fé sem safnast í fjáröflunum Lionsklúbbsins fer óskipt inn á sérstakan líknarsjóð og er því fé síðan varið til þess að styðja við margvísleg málefni í byggðarlaginu sem að beint og óbeint koma síðan íbúunum til góða. Lionsklúbburinn hefur styrkt tækjakaup fyrir Heilsugæsluna, Grunnskólann, Tónlistarskólann , Leikskólann og Fellaskjól sem og komið að mörgum öðrum málefnum í byggðarlaginu. Lionsfélagar verða á ferðinni miðvikudaginn 21. apríl til að safna fermingarskeytablöðunum. Einnig má koma skeytapöntunum í Hrannarbúðina.
Vinsamlega merkið X framan við nafn þess barns sem á að fá skeytið.
Gjald fyrir hvert skeyti er kr. 500.
Á skeytunum stendur:
Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
Ferming í Grundarfjarðarkirkju kl. 11.00 sunndudaginn 25. apríl 2010.
___ Benedikt Berg Ketilbjarnarson, Hlíðarvegi 14.
___ Gissur Þór Hákonarson, Fagurhólstúni 4.
___ Guðrún Halla Friðjónsdóttir, Grundargötu 53.
___ María Rún Eyþórsdóttir, Grundargötu 74.
___ Róbert Magnús Fjeldsted, Nesvegi 5.
___ Sæþór Jóhannesson, Sæbóli 46.
Sendandi: ___________________________________________________________
Þú leggur góðu málefni lið. Þökkum stuðninginn -
Lionsklúbbur Grundarfjarðar
23.03.2010 11:32
Næsti fundur
24. Mars, almennur matarfundur í umsjón fimmta flokks í Fákaseli kl 20
Sælir ágætu Lionsfélagar
Vona að þið mætið sem flest á fundinn en þeir sem geta ekki mætt
eru beðnir að senda Jóa og Fjólu tilkynningu um það með tölvupósti á johannr@fisk.is
eða símleiðis sem fyrst.
Kv. Ragnheiður
13.03.2010 14:05
Borgarnesferðin
Sælir Lionsfélagar
Smá misskilningur hefur verið í gangi. Sýningin hans Gunnars Þórðar
byrjar kl. 17.00 á laugardaginn þannig að við þurfum að leggja af stað
kl. 15.30 frá N1/Samkaupum, byrjum á því að fara á sýninguna og borðum
síðan á eftir. Kannski er þetta betra þegar upp er staðið því við
höfum lengri tíma til að fá okkur gott í kroppinn.... eftir sýningu.
Vona að þetta valdi ekki miklum vandræðum eða vonbrigðum hjá ykkur
fh.ferða- skemmtinefndar
Anna Bergsd.
Smávegis um sýninguna:
Létt og skemmtileg stund með hinum frábæra tónlistarmanni Gunnari Þórðarsyni en lögin hans eru löngu orðin samofin íslenskri þjóðarsál.
Gunnar segir okkur frá lífinu í Keflavík - hvernig Hljómaævintýrið byrjaði og endaði - frá skemmtilegum og stundum grátbroslegum viðburðum á ferlinum - frá samferðamönnum og áhrifavöldum - og leikur að sjálfssögðu og syngur lögin sem tengjast frásögnunum.
Ógleymanleg með stund með miklum listamanni. Minning sem varðveitist.
24.02.2010 15:39
Auglýsing frá Kúttmaganefnd
Hið árlega Kúttmagakvöld verður Laugardagskvöldið 27.02.2010
í samkomuhúsi Grundarfjarðar kl: 20:00.
4 flokkur undirbýr átveisluna miklu undir stjórn Móa.
Matarverð er 2.500 kr.
Allir að taka með sér gesti.
Vinsamlega tilkynnið annað hvort með tölvupósti eða símleiðis um fjölda gesta
fyrir kl: 12:00 föstudaginn 26.02.2010.
Netfang
Símanúmer
Anna María 869-6076
Gústi 863-6619
Kúttmaga kveðja
Mói og nefndin.
23.02.2010 16:08
4 dagar í kúttmagakvöldið
19.02.2010 16:50
Nýjar myndir
19.02.2010 12:57
Kúttmagakvöldið nálgast
Það líður að Kúttmagakvöldi sem verður nk. laugardag 27. febrúar. Fjáröflunarnefndin hittist í dag til að undirbúa fjárplógsstarfsemi á þessum árlega viðburði. Hvað er að frétta af öðrum undirbúningi.
19.10.2009 14:05
Póllandsmyndir GK
12.10.2009 10:52
Nýtt á vefnum
16.09.2009 22:15
Jólatrésstög
14.09.2009 22:10
Heimasíða Lions á Grundarfirði
Eins og gefur að skilja þá bætist við þetta smá saman en nú þegar er ein síða tilbúin, það er síðan saga klúbbsins. Vonandi reynist þetta vera skemmtileg nýbreytni og verði til að auðvelda stjórn vinnu í framtíðinni.
Bestu kveðjur