24.03.2012 15:36

Nýjar myndir

Sæl Öll

Var að setja inn myndir frá Afmælishátíðinni 

14.02.2012 14:18

Kútmagakvöld

Kæru félagar!
Breyting á kútmagakvöldi. Í stað þess að vera 2.mars verðum við 24.febrúar.
kv.. Unnur Birna

02.02.2012 16:24

Nýjar myndir

Þá eru myndirnar sem voru látnar rúlla á 40 ára afmælishátíðinni komnar inn í albúmið 808 stk alls.
Myndböndin og stutmyndin af Litla Lionskórnum eru á leiðinni inn á vefinn næstu daga

24.01.2012 13:53

Afmælishátíðin


Um 70 manns eru skráðir á afmælisthátiðina sem fram fer nk.laugardag. Allur undirbúningur hefur gegið vel og stefnir í stórskemmtilega hátíð.

19.01.2012 10:55

AFMÆLISHÁTÍÐ



Afmælishátíð:
 
Lionsklúbbur Grundarfjarðar 40 ára
Haldin laugardaginn 28. janúar 2012
 í  sal Fjölbrautarskóla Snæfellinga Grundarfirði

Dagskrá:
Húsið opnað kl. 19.00
Fordrykkur
Borðhald
Skemmtiatriði
Dans

Boðið verður upp á glæsilegt kalt borð sem samstendur af fjölmörgum sjávar og kjötréttum ásamt viðeigandi sósum og meðlæti. Matseld og framlreiðsla í höndum Hótel Framness. Undir borðhaldi verður bryddað upp á ýmsu  til  fróðleiks og skemmtunar og að lokum stiginn dans. Barinn verður opinn.

Miðaverð kr. 6.500

Látið vita um komu ykkar í síðasta lagi sunnudaginn 22. janúar á netfangið unnurbir@grundarfjordur.is  eða gunnarkris@simnet.is

Fyrir þá sem koma lengra að þá býður Hótel Framnes upp á 25% afslátt á gistingu.

29.12.2011 15:33

Myndir úr starfinu

Góðir félagar. Ef þið eigið myndir úr Lionsstarfinu endilega komið þeim til formanns afmælisnefndar til skönnunar eða stafrænar á USB lykli. Þið fáið þær örugglega aftur. Fyrsti tíminn er bestur.
kveðja
Gunnar

01.12.2011 11:56

Dagatöl að gjöf

Lionsklúbbur Grundarfjarðar verður 40 ára á starfsárinu nánar tiltekið 28. janúar 2012 en þá verða liðin 40 ár frá stofnfundi klúbbsins. Af þessu tilefni verður ýmislegt um að vera hjá klúbbnum tengt þessum tímamótum. Fyrsti viðburðurinn var 25. nóvember sl. en þá var öllum börnum í leikskólanum Sólvöllum og Grunnskóla Grundarfjarðar afhent Jóladagatal Lions að gjöf við góðar undirtektir viðtakenda og að sjálfsögðu fylgdi tannkremstúpa með ásamt límmiða með stimpli Lionsklúbbsins.
Næsta verkefni verður síðan sjálf afmælishátíðin sem haldin verður í sal Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 28. janúar nk. Sjá myndir í myndaalbúmi.

28.11.2011 12:19

Fundur 30.nóv.

Kæru félagar!
Félagsfundur verður haldinn þann 30.nóv. í Fákaseli kl.20.00.  Við eigum von á svæðis- og umdæmisstjórum í heimsókn. Fundurinn er í umsjón 2.flokks.
Sjáumst hress,
kv. Unnur Birna

25.11.2011 14:20

Jólaundirbúningur

Kæra félagar uppsetning á jólaskrauti og jólatréi verður á morgunn laugardag 26.11.2011
Hittumst við Kaffi 59 kl:13.00. Kveðja Jólanefndin.

14.11.2011 16:19

Starfsskráin

Kæru félagar!
Nú eru búið að setja inn félagatal og starfsskrána 2011-2012. Þið finnið það undir flipanum: skrár
Kærar kveðjur,
Unnur Birna

14.11.2011 16:11

Vinnudagur

Kæru félagar!
Það verður vinnufundur hjá okkur laugardaginn 19. nóvember kl.10.00 í grunnskólanum.
Sjáumst hress.
kv Unnur Birna

01.11.2011 18:17

Afmælishátíð

Þann 28. janúar nk. verða 40 ár liðinn frá því að stofnfundur Lionsklúbbs Grundarfjarðar var haldinn. 28.janúar  ber upp á laugardag  og hefur stefnan verið sett á að halda veglega afmælishátíð þennan dag.  Stjórn klúbbsins hefur skipað sérstaka afmælishátíðarnefnd og var 1. fundur stjórnar og afmælisnefndar haldinn í dag kl. 17.00.  Á þessum fyrsta fundi voru línurnar fyrir væntanlega hátíð lagðar.  Vænta má nánari frétta af undirbúningi hér á síðunni þegar fram líða stundir. Setjið ykkur í stellingar og takið frá laugardaginn 28. janúar.

15.05.2011 22:38

Langholt



Ferð í Langholt 13-14 maí 2011
Sjá myndir í albúmi.

18.03.2011 08:30

Ótitlað

Kæru félagar!
Þann 8. - 10. apríl verður Rauða fjaðrar söfnun. Vonandi geta sem flestir lagt fram liðsinni sitt.
kv. Unnur Birna formaður

18.03.2011 08:28

Ótitlað

Kæru félagar!
Næsti fundur verður haldinn í Fákaseli þann 30.mars kl.20.00.  4.flokkur sér um veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
kv. Stjórnin