01.06.2016 14:30
Vegahreinsun
Jæja góðir félagar ! þá reynum við aftur. Það er góð veðurspá fyrir miðvikudaginn svo við blásum til hreinsunarverkefnis með þjóðveginum. Mæting við Fákasel kl. 18.00 miðvikudaginn 1. júní. Þar verður verkefnum úthlutað og síðan verður grillveisla á eftir. Menn þurfa að mæta vel skóaðir og með góða vetlinga. Sjáumst sem flest.
Hreinsunarverkefnið.
Það er rétt að taka fram að Vegagerðin mun greiða Lionsklúbbnum 3000 kr. á km í þessu hreinsunarverkefni. Gott væri að vita þátttöku til að vita hvað við eigum að kaupa mikið á grillið en það verður ekki rukkað fyrir matinn. Þetta er líka hugsað sem fjölskylduverkefni svo börn og makar eru velkomin.
Lionskveðjur
Gunnar
Skrifað af GK