20.04.2016 12:32

Kúttmagakvöldið

Nú fer hver að verða síðastur til að panta miða á Kúttmagakvöldið laugardaginn 23. apríl sem haldið verður í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.  Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.
Á boðstólum verður fiskmeti af fjölbreyttu tagi í föstu og fljótandi formi.  Of langt mál yrði að telja það allt upp en eins og nafnið bendir til verður að sjálfsögðu boðið upp á fylltan kúttmaga og síðan hvern glæsiréttinn af öðrum úr ranni ægis.   Veilslustjórn verður í höndum hins mikla menningarfrömuðar á Hellissandi Kára Viðarssonar. 
Í happdrætti kvöldsins gefst mönnum kostur á að vinna glæsilega vinninga.  Missið ekki af einstöku tækifæri.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar.

Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á föstudag í tölvpósti á kuggmagi@gmail.com eða til Gunnar Kristjánssonar í síma 8980325. 
Aðgangseyrir er kr. 3000