19.04.2015 22:23

Rauða fjöðrin

Sala á Rauðu fjöðrinni stóð yfir hjá Lionsklúbbi Grundarfjarðar eins og annars staðar á landinu helgina 17. - 19 apríl.  Lionsfélagar stóðu vaktina í Samkaupum og buðu fólki sem þar átti leið um að leggja málefninu lið.  Þeir sem ekki komu þar við um helgina en vilja styrkja þetta þarfa málefni geta valið um nokkrar leiðir. Hægt er að hringja í söfnunarsímanúmer: 1.000 kr. 9041010/ 3000 kr 9041030/ 5000 kr. 9041050
Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0111-26-100230
 Margt smátt gerir eitt stórt !