14.04.2015 12:37
Lukas kominn í sjúkrabílinn
Sjálvirka hjartahnoðtækið LUKAS sem Lionsklúbbur Grundarfjarðar í samstarfi við Kvenfélagið Gleym mér ey, stóðu fyrir söfnun á var afhent Slökkviliði Grundarfjarðar til notkunar í sjúkrabíl Rauða kross Íslands sem staðsettur er í Grundarfirði fyrir skömmu. Fyrir hönd Lionsklúbbsins voru mættir tveir Lionsfélagar þeir Jóhann Ragnarsson forsvarsmaður söfnunnarinar og Gunnar Kristjánsson varaformaður, frá Kvenfélaginu Gleym mér ey mættu stjórnarkonurnar og systurnar Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri veitti tækinu viðtöku og afhenti sjúkraflutningsmönnum til varðveislu í sjúkrabílnum. Tækið var prófað á dúkku sem notðuð er við kennslu í skyndihjálp og í þessu tilviki til sýnikennslu á því hvernig tækið virkaði.
Frá afhendingu hjartahnoðstækisins.
Skrifað af GK