01.11.2011 18:17

Afmælishátíð

Þann 28. janúar nk. verða 40 ár liðinn frá því að stofnfundur Lionsklúbbs Grundarfjarðar var haldinn. 28.janúar  ber upp á laugardag  og hefur stefnan verið sett á að halda veglega afmælishátíð þennan dag.  Stjórn klúbbsins hefur skipað sérstaka afmælishátíðarnefnd og var 1. fundur stjórnar og afmælisnefndar haldinn í dag kl. 17.00.  Á þessum fyrsta fundi voru línurnar fyrir væntanlega hátíð lagðar.  Vænta má nánari frétta af undirbúningi hér á síðunni þegar fram líða stundir. Setjið ykkur í stellingar og takið frá laugardaginn 28. janúar.