13.03.2010 14:05

Borgarnesferðin

Sælir Lionsfélagar

Smá misskilningur hefur verið í gangi.  Sýningin hans Gunnars Þórðar
byrjar kl. 17.00 á laugardaginn þannig að við þurfum að leggja af stað
kl. 15.30 frá N1/Samkaupum, byrjum á því að fara á sýninguna og borðum
síðan á eftir.  Kannski er þetta betra þegar upp er staðið því við
höfum lengri tíma til að fá okkur gott í kroppinn.... eftir sýningu.

Vona að þetta valdi ekki miklum vandræðum eða vonbrigðum hjá ykkur

fh.ferða- skemmtinefndar
Anna Bergsd.

Smávegis um sýninguna:

Létt og skemmtileg stund með hinum frábæra tónlistarmanni Gunnari Þórðarsyni en lögin hans eru löngu orðin samofin íslenskri þjóðarsál.

 Gunnar segir okkur frá lífinu í Keflavík - hvernig Hljómaævintýrið byrjaði og endaði - frá skemmtilegum og stundum grátbroslegum viðburðum á ferlinum - frá samferðamönnum og áhrifavöldum - og leikur að sjálfssögðu og syngur lögin sem tengjast frásögnunum.

 Ógleymanleg með stund með miklum listamanni. Minning sem varðveitist.