14.09.2009 22:10
Heimasíða Lions á Grundarfirði
Kæru félagar. Hér erum við að stíga okkar fyrstu skref á netinu en það ku vera afskaplega móðins að hafa allt á netinu þessa daganna. Hér munum við því safna saman öllu efni sem hægt er að komast yfir og auglýsum því eftir myndum og hverskonar efni sem félagar telja að eigi erindi inn á þessa síðu.
Eins og gefur að skilja þá bætist við þetta smá saman en nú þegar er ein síða tilbúin, það er síðan saga klúbbsins. Vonandi reynist þetta vera skemmtileg nýbreytni og verði til að auðvelda stjórn vinnu í framtíðinni.
Bestu kveðjur
Eins og gefur að skilja þá bætist við þetta smá saman en nú þegar er ein síða tilbúin, það er síðan saga klúbbsins. Vonandi reynist þetta vera skemmtileg nýbreytni og verði til að auðvelda stjórn vinnu í framtíðinni.
Bestu kveðjur
Skrifað af Þórði Magg